Hraði á losun CO2 úr þurrkuðum mýrum…? DRÖG

FRUMDRÖG Í VINNSLU   Í tilefni umræðunnar um endurheimt votlendis með því að fylla í skurði er ég með einfalda spurningu sem auðvelt ætti að vera að svara:

Hugsum okkur dæmigerða mýri sem þurrkuð hefur verið upp með skurðgreftri. Jurtaleyfarnar sem legið hafa nánast órotnaðar í jarðveginum taka að rotna og losa um leið koltvíildi CO2.

Mér þykir líklegt að losunin sé mest fyrstu árin, en fari svo minnkandi samkvæmt veldisferli eins og fjölmörg ferli í náttúrunni gera. Hér má lesa um slíkt, svo og hér.

Losun CO2 úr mýrlendi fylgir væntanlega veldisferli.   Eftir einn tímastuðul er losunin á hverja tímaeiningu komin niður í 36,8% og eftir tvo ímastuðla niður í 13,5%.

Losun CO2 úr mýrlendi fylgir væntanlega veldisferli. Eftir einn tímastuðul er losunin á hverja tímaeiningu komin niður í 36,8% og eftir tvo ímastuðla niður í 13,5%.

Spurningin er þessi: Hve langur tími líður þar til losunin per tímaeiningu er komin niður í 37% af því sem hún var í upphafi? Síðan mætti bæta við: Hve langur tími líður þar til losunin er komin nokkurn vegin í sama jafnvægi og í venjulegu grónu landi?

Hér er í raun spurt um hve langur tímastuðullin sé, þ.e. hve langur tími líður þar til gildið er komið niður í 1/e = 36,8%. Ef tímastuðullinn er þekktur, þá vitum við að útstreymi CO2 er komið niður í 13,5% eftir 2 tímastuðla og niður í 5% eftir 3 tímastuðla. Þetta segir okkur að ferlinu sé praktískt talað lokið eftir 2 eða 3 tímastuðla.

— — —

Þegar þessari einföldu spurningu hefur verið svarað, og við þekkjum tímastuðulinn í dæmigerðri íslenskri mýri sem hefur verið þurrkuð með skurðgreftri, getum við snúið okkur að öðrum spurningum sem fróðlegt væri að fá svar við.