Hve mikilli viðbót við heimshlýnun næstu 100 ára veldur öll losun Íslendinga á CO2…?

 

Árleg losun Íslendinga á CO2 samkvæmt Umhverfisstofnun.er um 5000 kílótonn eða 5 megatonn.

Spurt er:  Hve mikilli viðbót við heimshlýnun næstu 100 ára veldur öll losun Íslendinga á CO2…?
Það er að segja ef við til einföldunar gefum okkur að öll hlýnunin s.l. 100 ár stafi af losun manna á CO2 og áhrif náttúrulegra sveiflna séu engin.  

Árleg losun jarðarbúa á CO2 stefndi í það að vera 43 Gígatonn árið 2019 (landbúnaður meðtalinn).  Við skulum afrúnna það í 50 Gígatonn. Til einföldunar notum við afrúnnaðar tölur við útreikningana.

Árleg losun Íslendinga á CO2 samkvæmt Umhverfisstofnun.er um það bil 5000 kílótonn eða 5 megatonn, sem jafngildir 0,005 Gígatonnum.

Gefum okkur að þessi aukning CO2 á heimsvísu, ef hún heldur áfram með sama hraða, valdi 1°C hlýnun á öld, eða 0,01°C á ári.

 

Hugsum okkur að við gætum á næstunni komið í veg fyrir alla losun okkar Íslendinga  á koltvísýringi.  Ekkert undanskilið.  Auðvitað ekki raunhæft, en við hugsum okkur það samt.  Hvaða áhrif hefði það á hitastig lofthjúps jarðar? 

0,005 Gígatonn / 50 Gígatonn =  0,0001.                        ( Losun Íslendinga / Losun allra jarðarbúa )

Ef hækkun lofthita vegna gróðurhúsaáhrifa hefur verið 1°C á síðustu 100 árum, og ef hlýnun heldur áfram með sama hraða, þá yrði viðbótarhlýnunin á heimsvísu sem við Frónverjar gætum hafa komið í veg fyrir með því að skella öllu í lás í eina öld  aðeins vera um 0,0001°C.

Það er 1/10.000 úr gráðu eða 0,1 milligráða Celsius, samtals á 100 árum.

1/10.000 úr gráðu á heilli öld er það sem við gætum minnkað heimshlýnun um ef við hættum allri losun á koltvísýringi, flyttum burt og lokuðum landinu…

Á hverju ári jafngildir það minnkun á heimshlýnun um 1/1.000.000 gráðu, þ.e. 1 míkrógráðu !

 

Nú er það auðvitað ekki gerlegt að stöðva alla losun á CO2. Við getum gripið til aðgerða eins og að skipta yfir í rafbíla, rækta skóg, o.s.frv.   Af ofansögðu er ljóst að þær aðgerðir myndu skila mun minni árangri en 0,0001°C efir öld.

Þessir útreikningar eru auðvitað mjög einfaldaðir, en ættu að vera nærri lagi.

Kemur niðurstaðan á óvart ?

  

Heimildir:

Hnattræn losun á CO2. Scientific American:
https://www.scientificamerican.com/article/co2-emissions-will-break-another-record-in-2019/

 

Umhverfisráðuneytið, skýrsla 2019:

NATIONAL INVENTORY REPORT
Emissions of Greenhouse Gases in Iceland from 1990 to 2017
Submitted under the United Nations Framework Convention on Climate Change and the Kyoto
Protocol

https://ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Loftslagsbreytingar/NIR%202019%20Iceland%2015%20April%20final_submitted%20to%20UNFCCC.pdf
Ítarefni:

Hið logarithmiska samband.

 

Hlýnun lofthjúpins fylgir logarithmanum af styrk gróðurhúsalofttegunda. Hverri tvöföldun fylgir sama hækkun, 1,1°C í dæminu á myndinni. Áhrif árlegrar losunnar verða því sífellt minni og minni.                                                                                                       Heimild IPCC: “Equilibrium GCM 2 x CO2 experiments commonly assume a radiative forcing equivalent to a doubling of CO2 concentration (for example from 300 ppmv to 600 ppmv). In fact the absolute concentrations are not especially important, as the temperature response to increasing CO2 concentration is logarithmic – a doubling from 500 to 1000 ppmv would have approximately the same climatic effect”.    https://www.ipcc-data.org/guidelines/pages/reporting.html

Einhver kann að malda í móinn og benda á að taka þurfi tillit til þessa logarithmiska sambands við útreikninga.  Við erum aftur á móti að vinna með mjög stutt bil á logarithmiska ferlinum og getum því leyft okkur að líta á breytingunna innan þeirra marka sem línulega.