Flygildi og þyrildi – loftmyndir…

Á þessari vefsíðu eru nokkrar myndir teknar með þyrildum (drónum) eða flygildum (vængjuð flugmódel).

Myndirnar sem hægt er að snúa um 360° eru teknar með Mavic Air. Mavic Air er lítið fjölhæft þyrildi sem samanbrotið kemst næstum í vasa.

Mavic Air tekur 25 myndir allan hringinn. Þessar myndir eru síðan settar saman í 360° kúlupanórama, en til þess má nota nokkur forrit, meðal annars:
 – Forrit í Mavic Air.  Afurðin er rétt sæmileg, en hentar til forskoðunar.
 – Adobe Lightroom. Afurðin þokkaleg, en mætti vera betri.
 – PTGui.  Afurðiin mjög góð.

Myndina má síðan hlaða upp á vefinn https://kuula.co/, en þar má síðan skoða myndina í góðri upplausn.

 

Nota má músina til að snúa myndunum og halla, og músarhjólið til að skruna inn eða út (zoom).  Efst í hægra horni er lítill ferhyrningur. Með því að smella á hann má skoða myndina í fullri upplausn.

 

Frístundaland í uppsveitum Bláskógabyggðar:

(Myndin samsett með Lightroom. Nokkrir gallar sýnilegir).

 

(Myndin samsett með Lightroom. Nokkrir gallar sýnilegir).


 

Nærri Sandá á Kili:

Þessi 360 gráðu panorama mynd var tekin 25. ágúst s.l. með Mavic Air í 100 metra hæð yfir jörðu skammt fyrir sunnan brúna yfir Sandá á Kjalvegi. Tilgangurinn var að skoða úr lofti muninn á landinu sem verið er að græða upp og því sem væntanlega verður skilið eftir sem auðn, en áður var þar gróður og mikill jarðvegur sem fokið hefur burt. Um það vitna rofabörð.

Flygildið var sett á loft við hornstaurlandgræðslugirðingarinnar, en á myndinni sést hvernig hún stefnir nánast beint að Stóru Jarlhettu.

Sunnan við girðinguna er lúpínan að vinna sitt verk, en norðan megin eru fáeinar rollur sem sjá til þess að hreinsa jafnóðum allar litlar lúpínuplöntur sem sáð hafa sér utan girðingar.

Bláfell er norðan við Sandá, en ef landið austan við þjóðveginn er skoðað sést að þar er lítill gróður, en nokkur gömul rofabörð. Þar má sjá nokkrar kindur í óða önn að viðhalda gróðurleysinu.

Með því að skruna inn í myndina (með músarhjólinu) má sjá glitta í Heklu austan við Hvítá. Úðann frá Gullfossi má greina með því að fylgja þjóðveginum til suðurs.

Smá galli er í samsetningunni á myndunum 24 sem til stendur að reyna að lagfæra. Það er þó aukaatriði í þessari mynd sem tekin var til að skoða andstæðurnar á landi sem er er að gróa upp og landi sem er að fjúka burt.

Myndirnar voru settar saman með Lightroom og stærðin er 16000 x 8000 pixel.


 

 

Haustlitir í Garðabæ 2018:

 

Videó tekið með fjarstýrðri svifflugu 8. júlí 2012:

 

Svipast um á Haukadalsheiði 23. júní 2019

 

 


https://www.facebook.com/agust.bjarnason.7/media_set?set=a.1653960391829&type=3