Hallgrímskirkja og heimshlýnun…

Hvað á Hallgrímskirkja sameiginlegt með heimshlýnuninni?
Svarið er: Ekkert 🙂
Við getum þó notað hæð kirkjunnar til að meta hve mikil þessi hlýnun er frá því fyrir iðnbyltingu (pre-industrial), eða frá síðustu áratugum “Litlu ísaldarinnar” svokölluðu.  Tilgangurinn er eingöngu að fá tilfinningu fyrir því hve mikil hlýnunin er, og nota til þess kirkju. Hvorki meira né minna 🙂

Heimshlýnun og Hallgrímskirkja. Skýringar Met-Office:Global annual average temperature anomalies (°C, relative to the long-term average for 1981-2010, 2017 to November). Six datasets are shown as indicated in the legend. The grey shaded area is the 95% uncertainty range for HadCRUT4. The horizontal grey line with yellow shading indicates the approximate point at which temperatures exceed 1°C above “pre-industrial” levels. The horizontal grey line is the difference from the 1850-1900 average. The yellow shading is derived from Hawkins et al. (2017).  (bottom) differences of each data set  from HadCRUT4 on an expanded scale”

Myndin er frá vefsíðu Met-Office, Bresku veðurstofunni, nánar tiltekið úr grein sem nefnist  “An overview of global surface temperatures in 2017”.  Á myndina hefur sá er þessi orð ritar bætt inn skýringum með fjólubláum lit, ásamt skuggamynd af Hallgrímskirkju.  Sjá skýringar við myndina á vefsíðu Met-Office.

Gráa heildregna línan með gula breiða bakgrunninum, sem er á myndinni frá Met-Office,  á að tákna hve mikil heimshlýnunin þarf að vera til að vera meiri en 1°C miðað við tímabilið 1850 til 1900, sem Met-Office kallar “pre-industrial”, þ.e. tímann fyrir iðnbyltingu 19. aldar.  Þetta tímabil, og jafnvel til 1920, nær yfir síðustu áratugi “Litlu ísaldarinnar” svokölluðu.

Strikaða fjólubláa línan er dregin 1°C neðar, en þessi lína og lendir því samkvæmt skilgreiningu Met-Office á “pre-industial” timabilinu.

Nú er það svo, að nærri yfirborði jarðar breytist hitastigið um því sem næst 0,7°C fyrir hverja 100 metra í hæð. Hallgrímskirkja er 75 metrar. Ef við tækjum lyftuna frá jarðhæð upp í topp kirkjuturnsins myndum við, að öðru óbreyttu, verða vör við hitalækkun sem næmi um 0,5 gráðum.  Hallgrímskirkja hefur verið teiknuð inn á myndina þannig að hæð hennar passar við lóðrétta ásinn, þ.e. 75 metrar jafngilda hálfri gráðu.   (Adiabatic lapse rate).

Hækkun lofthita frá síðustu áratugum Litlu ísaldar (meðaltal áranna 1850-1900) sem er um 0,8°C ef við sleppum El-Nino toppnum, jafngildir því breytingu í hæð sem nemur heldur minna en tveim Hallgrímskirkjum.

Nú er ekki víst að okkur þyki skynsamlegt að miða hækkun lofthita við “pre-industrial” tímann 1850-1900, heldur frekar við tímabilið 1960-1980 þegar lofthitinn hvorki hækkaði né lækkaði, og ekki er víst að okkur þyki rétt að taka með í reikninginn hinn skammvinna hitatopp allra síðustu ára sem stafaði af El-Nino veðurfyrirbærinu í Kyrrahafinu. Ef við breytum viðmiðinu á þennan hátt, þá er ekki fjarri lagi að ein Halgrímskirkja nægi.

Hallgrímskirkja er oft notuð til að gefa hugmynd um hæð mannvirkis eins og t.d. vndorkuvers, en sjaldnast lofthita eins og gert er hér. Það mátti þó reyna, en varast ber að taka niðurstöðurnar allt of bókstaflega. En þetta er kannski ekki fjarri lagi…?   🙂

 

 


Í lokin má velta fyrir sér hvers vegna við höfum áhyggjur af hlýnun frá tímabilinu 1850-1900, “pre-industrial time” eða síðustu áratugum Litlu ísaldarinnar svokölluðu.
Er eitthvað óeðlilegt við það að eitthvað hafi hlýnað eftir að þessu kalda tímabili lauk?
Er ekki rökrétt að álykta að stór hluti þessarar hlýnunar hljóti að vera eðlilegur og af völdum náttúunnar, eða er rétt að álykta sem svo að á tímabilinu 1850-1900 hafi hitastigið verið rétt og hlýnunin síðan þá röng?
Er það ekki pínulítið kjánalegt að tala um “hamfarahlýnun”.

Það sakar ekki að skoða tvær hugarflugs síður með þessum vangaveltum:

Hvað er eðlilegt veðurfar…?

Loftslagsbreytingar af völdum manna eða náttúru, eða kannski hvort tveggja…?