Hvað er eðlilegt veðurfar…?

A Christmas Carol eftir Charles Dickens kom út um miðja 19. öld, en þá var 0,8 gráðum kaldara en í dag.

A Christmas Carol eftir Charles Dickens kom út um miðja 19. öld, en þá var 0,8 gráðum kaldara en í dag.


Myndin efst: Jólaævintýri Dickens gerist á síðustu áratugum Litlu ísaldar.

Er loftslag eðlilegt eins og það var fyrir 100 til 150 árum?  Það felst í kenningunni um skaðlegar loftslagsbreytingar, þ.e. hlýnun frá þessu tímabili.   Jörðin hefur hlýnað um 0,75 gráður síðastliðin 100 ár eða jafnvel síðastliðin 150 ár   segja og skrifa vísinda- og leikmenn.

Í þessum orðum vísinda- og leikmanna felst einnig að loftslag hafi verið eðlilegt á þeim tíma meðan “mengun” manna með koltvísýringi var enn óveruleg. Humm… mengun?  Er CO2 mengun, sjálfur lífsandi alls gróðurs og undirstaða alls lífs?

Breska veðurstofan Met Office: Hnattrænar breytingar á hita frá 1850 til 2013. Síðustu áratugir 19. aldar tilheyra Litlu ísöldinni svokölluðu. Takið eftir grönnu strigunum sem ganga upp og niður úr hverjum mælipunkti. Þau tákna óvissubil þess punkts. Lengst til hægri er óvissubilið +/-0,1, en lengst til vinstri +/-0,2.

Breska veðurstofan Met Office: Hnattrænar breytingar á hita frá 1850 til 2013. Síðustu áratugir 19. aldar tilheyra Litlu ísöldinni svokölluðu.
Takið eftir grönnu strikunum sem ganga upp og niður úr hverjum mælipunkti. Þau tákna óvissubil þess punkts. Lengst til hægri er óvissubilið +/-0,1, en lengst til vinstri +/-0,2.

Samkvæmt mælingum er talið að hitastig jarðar hafi hækkað um því sem næst 0,75°C síðan um 1850. Kannski er það 0,8° afrúnnað, en það skiptir litlu máli því óvissumörkin eru samkvæmt ferlinum +/- 0,2°. Hvers vegna 1850?  Jú það er vegna þess að sæmilega áreiðanlegar eldri mælingar á lofthita eru ekki til. Þá var Litlu ísöldinni ekki lokið. Verulegur hluti þessa tímabils, um það bil hálf öld, tilheyrir Litlu ísöldinni. Skekkir það ekki aðeins myndina?

Menn hafa af því miklar áhyggjur að meðalhiti jarðar hafi hækkað um því sem næst 0,8 gráður á 150 árum? Hver vill fullyrða að um 1850, á síðustu áratugum Litlu ísaldar, hafi veðurfar verið “rétt” og öll hækkun hita síðan þá sé “röng” og hættuleg?   Það merkilega er að þetta er kjarninn í umræðunni um loftslagsmálin.

(Aðeins er á reiki við hvaða tíma hitahækkunin er miðuð. Stundum 1860, stundum 1880 og stundum 1910. Í þessu sambandi skiptir það ekki máli, því allt eru þetta tímar sem tilheyra kuldatímabili Litlu ísaldar eins og greinilegt er ef myndin er skoðuð. Það eru einnig skiptar skoðanir um það hvenær Litlu ísöldinni lauk.   Íslenskir jöklar gengu lengst fram á tímabilinu 1890-1920, sjá hér. Sumir miða við 1850, en aðrir ekki fyrr en 1920).

Við sjáum greinilega á hitaferlinum frá Bresku Veðurstofunni að Litlu Ísöldinni lýkur ekki fyrr en um 1920, þá verður mjög hröð hlýnun fram að 1945, síðan kyrrstaða til um 1975 er hitinn fer að rísa hratt til ársins 2000, og að lokum kyrrstaða til dagsins í dag.

Eftirtektarvert er að á tímabilinu 1920 til 1945 er álíka hröð og álíka mikil hækkun á hitastigi og á tímabilinu 1975 til 2000. Hvort tveggja 25 ára tímabil. Það er umhugsunarvert að losun manna á koltvísýringi var tiltölulega lítil fyrr en eftir miðja síðustu öld er losunin fór hratt vaxandi. Sjá línuritið með CO2 hér fyrir neðan. Það flækir auðvitað málið dálítið.  Var það kannski náttúran sem var að verki á fyrra tímabilinu og mannfólkið á hinu síðara?  Eða á náttúran einhvern þátt í hitabreytingunum yfir allt tímabilið?  .

Við tökum eftir því á myndinni frá Bresku veðurstofunni (Met Office) hér fyrir ofan að meðalhitinn yfir allt tímabilið er nokkurn vegin sá sami og mældist í kyrrstöðunni 1945-1975. Reyndar er lárétta línan við 0,0°C örlítið ofar.  Væri ekki eðlilegra að miða hækkun lofthitans við það tímabil frekar en Litlu Ísöldina eins og gert er?  Þá væri hækkunin sem við værum með áhyggjur af um það bil 0,5° í stað 0,8°. Það munar um minna. 

 

Í fyrirsögn þessa pistils stendur: Hvað er eðlilegt veðurfar?  Er það eins og það er í dag, eins og um miðja síðustu öld, eða eins og á tímum Charles Dickens?

Svo virðist sem margir (flestir?) vilji að hnattrænt loftslag verði aftur eins og það var á síðustu áratugum Litlu ísaldar, þ.e. á þeim árum sem fjöldi Íslendinga hélt til vesturheims í leit að betra lífi…

Styrkur koltvísýrings (CO2) í andrúmsloftinu síðan árið 1750.

Styrkur koltvísýrings (CO2) í andrúmsloftinu síðan árið 1750.

 

 

Að lokum er hér hitaferill síðustu 2000 ára, þ.e. frá árinu 0 (eða frá árinu 1 ef menn kjósa það heldur):

Hitafar jarðar síðastliðin 2000 ár.

 

 

 

 

 

 

Krækjur:

Um hafís fyrir Suðurlandi –  frá landnámi til þessa dags
Þór Jakobsson 9.5.2006
http://www.vedur.is/hafis/frodleikur/nr/326

 

Syun-Ichi Akasofu
http://people.iarc.uaf.edu/~sakasofu/little_ice_age.php