Hvað er eðlilegt veðurfar…?

Er loftslag eðlilegt og æskilegt  eins og það var fyrir 100 til 150 árum?

A Christmas Carol eftir Charles Dickens kom út um miðja 19. öld, en þá var 0,8 gráðum kaldara en í dag.

A Christmas Carol eftir Charles Dickens kom út um miðja 19. öld, en þá var um 1 gráðu kaldara en í dag. Enn áttu eftir að líða nokkrir áratugir af Litlu ísöldinni, en við miðum samt hækkun hita frá þessum kalda tíma.  Hvers vegna?

(Upphaflega á Moggabloggi árið 2015).

Spurt er: Hvað er eðlilegt veðurfar? Er loftslag eðlilegt og æskilegt  eins og það var fyrir 100 til 150 árum?  Það felst í kenningunni um skaðlegar loftslagsbreytingar, þ.e. hlýnun frá þessu tímabili.   Jörðin hefur hlýnað um því sem næst 1 gráðu  síðastliðin 100 ár eða jafnvel síðastliðin 150 ár  segja og skrifa vísinda- og leikmenn.

Í þessum orðum vísinda- og leikmanna felst einnig að loftslag hafi verið eðlilegt á þeim tíma meðan  losun manna á koltvísýringi var enn óveruleg. Að loftslag hafi verið æskilegra á síðustu áratugum litlu ísaldar en það er í dag vilja margir meina. Öll hlýnun hafi verið óæskileg og jafnvel slæm.

Breska veðurstofan Met Office: Hnattrænar breytingar á hita frá 1850 til 2013. Síðustu áratugir 19. aldar tilheyra Litlu ísöldinni svokölluðu. Takið eftir grönnu strigunum sem ganga upp og niður úr hverjum mælipunkti. Þau tákna óvissubil þess punkts. Lengst til hægri er óvissubilið +/-0,1, en lengst til vinstri +/-0,2.

Breska veðurstofan Met Office: Hnattrænar breytingar á hita frá 1850 til 2013. Síðustu áratugir 19. aldar tilheyra Litlu ísöldinni svokölluðu.
Takið eftir grönnu strikunum sem ganga upp og niður úr hverjum mælipunkti. Þau tákna óvissubil (skekkjufrávik) þess punkts. Lengst til hægri er óvissubilið +/-0,1, en lengst til vinstri +/-0,2.                                                                        Mjög mikilvægt er að á svona myndum sé mælióvissan sýnd. Því miður er það sjaldnast raunin.

 

Samkvæmt mælingum er talið að hitastig jarðar hafi hækkað um því sem næst 1,0°C síðan um 1850. Kannski er það 0,8°  því óvissumörkin eru samkvæmt ferlinum +/- 0,2°.     Hvers vegna 1850?  Jú það er vegna þess að sæmilega áreiðanlegar eldri mælingar á lofthita eru ekki til. Þá var Litlu ísöldinni ekki lokið. Verulegur hluti þessa tímabils, um það bil hálf öld, tilheyrir Litlu ísöldinni. Skekkir það ekki aðeins myndina?

Dr. Jørgen Peder Steffensen jarðeðlisfræðingur og prófessor hjá hinni virtu stofnun  Niels Bohr Institutet, Københavns Universitet, segir að hitamælingar hafi hafist á kaldasta tímabili síðustu 10.000 ára, og að við miðum hlýnun undafarinna áratuga við það.   Mjög erfitt sé þess vegna að sýna fram á hvort núverandi hlýindi stafi af mannavöldum eða eigi sér náttúrulegar orsakir. Sjá hér.

Menn hafa af því miklar áhyggjur að meðalhiti jarðar hafi hækkað um því sem næst 1 gráðu á 150 árum? Hver vill fullyrða að um 1850 til 1900, á síðustu áratugum Litlu ísaldar, hafi veðurfar verið “rétt” og öll hækkun hita síðan þá sé “röng” og hættuleg?   Það merkilega er að þetta er kjarninn í umræðunni um loftslagsmálin.

(Aðeins er á reiki við hvaða tíma hitahækkunin er miðuð. Stundum 1860, stundum 1880 og stundum 1910. Jafnvel er miðað viðveðurfarið fyrir iðnbyltingu“, en iðnbyltingin er almennt talin hafa hafist á 18. öld, og stundum miða sagnfræðingar við ártalið þegar James Watt endurbætti gufuvélina 1770 og James Hargreaves fann upp spunavélina 1764.  Í þessu sambandi skiptir það ekki máli, því allt eru þetta tímar sem tilheyra kuldatímabili Litlu ísaldar eins og greinilegt er ef myndin er skoðuð. Það eru einnig skiptar skoðanir um það hvenær Litlu ísöldinni lauk.   Íslenskir jöklar gengu lengst fram á tímabilinu 1890-1920, sjá hér. Sumir miða við 1850, en aðrir ekki fyrr en 1920).

Við sjáum greinilega á hitaferlinum frá Bresku Veðurstofunni að Litlu Ísöldinni lýkur ekki fyrr en um 1920.  Var Litla ísöldin eðlilegt ástand, og er hlýnunin undanfarna öld óeðlilegt ástand?   Var hlýskeiðið sem landnámsmennirnir nutu fyrir um árþúsundi (Medieval Climate Optimum) einnig óeðlilegt og óæskilegt?

Eftirtektarvert er að á tímabilinu 1920 til 1945 er álíka hröð og álíka mikil hækkun á hitastigi og á tímabilinu 1975 til 2000. Hvort tveggja 25 ára tímabil. Það er umhugsunarvert að losun manna á koltvísýringi var tiltölulega lítil fyrr en eftir miðja síðustu öld er losunin fór hratt vaxandi. Sjá línuritið með CO2 hér fyrir neðan. Það flækir auðvitað málið dálítið.  Var það kannski náttúran sem var að verki á fyrra tímabilinu og mannfólkið á hinu síðara?  Eða á náttúran einhvern þátt í hitabreytingunum yfir allt tímabilið?  .

Við tökum eftir því á myndinni frá Bresku veðurstofunni (Met Office) hér fyrir ofan að meðalhitinn yfir allt tímabilið er nokkurn vegin sá sami og mældist í kyrrstöðunni 1945-1975. Reyndar er lárétta línan við 0,0°C örlítið ofar.  Væri ekki eðlilegra að miða hækkun lofthitans við það tímabil frekar en Litlu Ísöldina eins og gert er?  Þá væri hækkunin sem við værum með áhyggjur af um það bil 0,5° í stað  1°. Það munar um minna. 

Það má einnig skjóta því að, að ef fundin er hækkun hitastigs frá segjum 1860 til 2010 með því að reikna mismuninn, þá verður að taka tillit til þess hver skekkjumörk eru og reikna heildarskekjumörk. Sjá textann undir myndinni frá Bresku veðurstofunni hér að ofan. Við getum annað hvort lagt skekkjumörkin (skekkjufrávikin) beint saman, eða reiknað kvaðratrótina af summu skekkjumarkanna í öðru veldi (réttara). Heildarskekkjumörkin verða þá +/-0,3° eða +/-0,2°. Þetta þýðir að við getum  skrifað að hækkunin sé 1° +/-0,2 eða á bilinu 0,8 til 1,2 gráða. 

 

Mynd frá Bresku veðurstofunni MetOffice. Gulu röndina hafa þeir sett inn sem viðmiðun um 1° hækkun frá því “fyrir iðnbyltingu”

https://www.metoffice.gov.uk/research/news/2018/global-surface-temperatures-in-2017

 

Í fyrirsögn þessa pistils stendur: Hvað er eðlilegt veðurfar?  Er það eins og það er í dag, eins og um miðja síðustu öld, eða á Litlu isöldinni eins og á tímum Charles Dickens?

Svo virðist sem margir (flestir?) vilji að hnattrænt loftslag verði aftur eins og það var á síðustu áratugum Litlu ísaldar, þ.e. á þeim árum sem fjöldi Íslendinga hélt til vesturheims í leit að betra lífi…    

Styrkur koltvísýrings (CO2) í andrúmsloftinu síðan árið 1750.

Styrkur koltvísýrings (CO2) í andrúmsloftinu frá árinu 1750 til 2010.

 

 

Að lokum er hér hitaferill síðustu 2000 ára, þ.e. frá árinu 0 (eða frá árinu 1 ef menn kjósa það heldur):

Hitafar jarðar síðastliðin 2000 ár.

— — —

Hvort er nú betra, kuldi eða hiti?

Hið virta læknisfræði-vísindarit The Lancet: Cold weather kills 20 times as many people as hot weather

“Cold weather kills 20 times as many people as hot weather, according to an international study analyzing over 74 million deaths in 384 locations across 13 countries. The findings, published in The Lancet, also reveal that deaths due to moderately hot or cold weather substantially exceed those resulting from extreme heat waves or cold spells…”.

 

Krækjur:

Um hafís fyrir Suðurlandi –  frá landnámi til þessa dags
Þór Jakobsson 9.5.2006
http://www.vedur.is/hafis/frodleikur/nr/326

Þar má t.d. lesa um árið 1881, sem er á því tímabili sem hækkun lofthita er miðuð við:

 

  • “1881: Mikill ísavetur og hinn mesti frostavetur. Þá lagði ísa norðan að öllu landinu á svæðinu frá Látrabjargi, norður, austur og suður að Eyrarbakka. Hafísinn hafði komið upp undir Norðurland í lok nóvembermánaðar árinu áður, og varð um jólin landfastur við Vestfirði norðan til og við Strandir, rak þar inn á hvern fjörð og voru hafþök fyrir utan. Í fyrstu viku í janúarmánuði lónaði hafísinn frá fyrir norðan og rak út hroðann af Eyjafirði og öðrum fjörðum. Að kvöldi hins 9. janúar sneri við blaðinu og gerði ofsalega norðanhríð um allt Norðurland og Vestfjörðu, en minna varð af því syðra og eystra; illviðri með hörkufrostum hjeldust fram í miðjan febrúar. Með hríðum þessum rak hafísinn að landi og fylti firði og víkur og fraus víða saman við lagnaðarísa í eina hellu, því þá voru hin grimmustu frost. Í lok janúarmánaðar var Eyjafjörður allur lagður út undir Hrísey og mátti aka og ríða eftir honum endilöngum; ísinn var síðar mældur á Akureyrarhöfn og var nærri þriggja álna þykkur.
  • Þegar í miðjum janúar var ísinn kominn fyrir Múlasýslur, 17. janúar á Berufjörð; rak ísinn inn á alla firði eystra og fraus saman við lagnaðarísinn. Hafísinn rak líka fyrir Skaftafellssýslur og var kominn fyrir Hornafjörð 19. janúar. Fyrir Meðalland rak fyrst íshrafl um janúarlok, en síðan kom hella mikil, sem ekki sást út fyrir, náði ísbreiða þessi út á 30 – 40 faðma dýpi fyrir Meðallandi og stóð þar við í viku, fór burt 14. febrúar; af ís þessum gengu 3 bjarndýr á land í Vestur-Skaftafellssýslu, eitt í Núpsstaðaskóg, annað á Brunalandi og hið þriðja í Landbrot. Í góubyrjun var ísinn farinn frá Skaftafellssýslum, rekinn vestur með, fylti um tíma flóann fyrir Eyrarbakka og rak í marz vestur með Reykjanesi. Lagnaðarísar miklir voru kringum land allt. ………….”

 

 

 

Veturinn 1683-84. Málverk eftir Thomas Wyke. Áin Thames í London ísi lögð. Litla ísöldin í hámarki.

 

 

Loftslagsflóttamenn mætti kannski kalla myndina, en á síðari hluta 19. aldar fluttu margir Íslendingar til Vesturheims í leit að betra lífi.  Ljósmynd af Vesturförum um borð í skipinu Vesturfari tekin af Sigfúsi Eymundssyni.