Iðavellir í Haukadal – Landbætur

24. júlí 2022


Hittust æsir

á Iðavelli,
þeir er hörg og hof
hátimbruðu;
afla lögðu,
auð smíðuðu,
tangir skópu
og tól gerðu.

 …

Hér eru nokkrar myndir sem sýna mun á gróðurfari landskika í Haukadal Bláskógabyggð síðan hafist var handa sumarið 2000 við landgræðslu.

Fyrst eru myndir sem sýna hvernig landið var, en þar á eftir myndir sem sýna hvernig landið er í dag.

Landið er víðast hvar mjög erfitt fyrir trjárækt. Það er á sléttlendi og opið fyrir vindi frá hálendinu sem er skammt frá.  Þar sem landið er flatt liggur stundum yfir því stór samfelldur kuldapollur þar sem hitinn fer stundum niður fyrir frostmark um vornætur. Jarðvegur er víðast rýr og þurr, sambland af áfoki frá Haukadalsheiði og ösku og vikri frá Heklu.  Steindauð mold víða.   Um aldamótin var nánast samfelldur lyngmói með krækiberja og bláberjalyngi. Nú er gróðurinn miklu fjölskrúðugari.  Töluvert var um litla gróðurlausa bletti  sem virtust vera fyrsta stig uppblásturs. Landið hefur lengi verið ofbeitt, en hefur tekið við sér síðustu ár, en sumarið 2000 var hafist handa við að reyna að halda rollum og hestum frá landskikanum.   Afföll hafa af þessum sökum verið mikil og tekið tíma að átta sig á hvaða trjátegundir henta.

Stundum tekur það trjáplönturnar langan tíma að vaxa úr grasi í bókstaflegri merkingu. Þær vaxa lítið fyrstu árin, líkjast einna helst japönskum bonsai trjám, en taka síðan við sér eftir nokkra ára baráttu. Sumar plöntur hafa drepist nánast strax fyrsta sumarið vegna þurrka, aðrar hafa mætt örlögum síðar vegna vorfrosta eða næðings frá hálendinu, en allnokkrar hafa  náð þroska og jafnvel vaxið fóstra sínum yfir höfuð.

Skipulagt “frístundaland” umhverfis húsið er 3,7 ha, að mestu lyngmói. Í framhaldi af landinu er óskipulagt land um 9 ha, sem er líklega um 5 ha lyngmói og 4 ha votlendi, mjög lauslega áætlað. Samtals rúmlega 12 hektarar.

Eftir að landið var friðað með lagfæringu girðinga og baráttu við sauðfé og hross um og eftir aldamótin hefur það tekið miklum breytingum.  Loðvíðir og gulvíðir hafa sprottið upp og sjálfsáð birki tekið við sér, sérstaklega þar sem því hefur verið hyglað með blákorni. Ótvírætt má sjá þess merki að lyngmóinn sé að byrja að breytast í grasmóa.

Á hverju sumri hefur einhverju verið plantað í landið, með misjöfnum árangri eins og gengur. Það stendur alls ekki til að mynda þéttan skóg, heldur breyta landinu þannig að það verði skjólsælla, fallegra og betra fyrir menn og dýr. Nú er árangur aðeins farinn að sjást, og annað slagið rekur maður augun í litlar sjálfsáðar plöntur sem eiga einhvern tíman eftir að verða stórar og bera fræ…

Þolinmæðin þrautir vinnur allar…

Samtals hefur verið plantað rúmlega 8000 plöntum í landið. Líklega um 10.000,  Afföll hafa verið mikil, en á móti kemur að nú eru farnar að sjást sjálfsáðar plöntur, afkvæmi þeirra sem fyrst var plantað.

Plöntur sem reynst hafa best:
– Birki
– Stafafura
– Gráölur
– Ösp þar sem jarðvegur hentar og er mátulega rakur
– Reynir vex hægt

Plöntur sem reynst hafa miður vel:
– Sitkaölur hefur reynst mjög illa
– Ösp þar sem jarðvegur er þurr

Leitast hefur verið við að gróðursetja gisið, frekar í lundi en þéttan skóg.

Húsið var flutt á staðinn á þrettánda degi jóla 2001, en það hafði áður staðið nærri Laugarvatni og verið í eigu stafsmannafélags. Það var eiginlega búið að afskrifa húsið og fékkst það því fyrir lítið með aðstoð höfðingjans Más Sigurðssonar á Geysi. Enginn veit hve húsið var gamalt, en giskað hefur verið á að kjarni þess sé frá um 1960, en skv. teikningum sem undust hjá byggingafulltrúa var því breytt töluvert um 1980.  Töluverð handavinna fór því í að lagfæra kofann sem öðlaðist nýtt líf á Iðavöllum.

 

 

 

Myndir frá fyrstu árum landnáms

Hér eru nokkrar myndir frá tímabilinu 1999- 2002. Neðar á síðunni eru nýlegri myndir.

Haustið 1999. Horft yfir landið.

Haustið 1999. Horft yfir landið.

 

Haust 1999. Horft frá Almenningsá við norður enda landsins..

Haust 1999. Horft frá Almenningsá við norður enda landsins..

 

Haust 1999. Horft niður með Almenningsá frá norður enda landsins.

Haust 1999. Horft niður með Almenningsá frá norður enda landsins.

 

Ágúst 2000

Ágúst 2000

 

Ágúst 2000. Horftfrá ánni í átt að byggingareitnum tilvonandi.

Ágúst 2000. Horftfrá ánni í átt að byggingareitnum tilvonandi.

 

Ágúst 2000.

Ágúst 2000.

 

Janúar 2001

Janúar 2001

 

28. mars 2002

28. mars 2002

 

Janúar 2002

Janúar 2002

 

Janúar 2002

Janúar 2002

 

Janúar 2002

Janúar 2002

 

Janúar 2002

Janúar 2002

 

Ágúst 2002

Ágúst 2002Maí 2004. Kofinn í fjarska.

Maí 2004. Kofinn í fjarska. 

— — —

Nýlegar myndir

Hér eru nokkrar myndir frá árunum 2013-2019.

30. júní 2013

30. júní 2013

 

30. júní 2013

30. júní 2013

 

30. júní 2013

30. júní 2013

 

30. júní 2013

30. júní 2013

 

30. júní 2013

30. júní 2013

 

6. júní 2013

6. júní 2013

 

 

6. júní 2013

6. júní 2013

 

6. júní 2013

6. júní 2013. Horft frá norðri (norð-austri).

 

8. júní 2014

8. júní 2014

 

14. júlí 2014

14. júlí 2014

 

20140713-P1050943

Í átt að Geysi. Þokuslæða.

 

Sumarið 2015

Sumarið 2015

 

Sumarið 2015

Sumarið 2015

 

Sumaruð 2015

Sumaruð 2015

 

Sumar 2015

Sumar 2015

 

Sumarið 2015

Sumarið 2015

 

Myndin er líklega tekin um 2007

Myndin er tekin 3. ágúst 2010

 

Sumarið 2016

27. júlí 2016

 

Júlí 2019. Trén hafa vaxið eða maðurinn hefur minnkað.

 

Sumarið 2021.

 

Sumarið 2016

Sumarið 2016

 

27. júli 2018

 

7. júli 2019

 

26. júlí 2019

 

Júlí 2022.  Ásýnd landsins var alt önnur um aldamótin þegar hafist var handa.  Mest áberandi var krækiberja- og bláberjalyng, Gróðurþekjan var þunn og víða sá í mold þar sem hún hafði horfið.  Landið hentaði greinilega illa til skógræktar.   Nú hefur landið blómstrað eins og sjá má á myndinni.   Í baksýn er skógurinn í Haukadal.         Frúin minnti ritarann á að hann hafi fyrir allmörgum árum skroppið í Haukadalsskóg og fengið lánaðar nokkrar plöntur af blágresi. Kannski er blágresið á myndinni afkvæmi þeirra?

 

Sumarið 2021.        Stærra eintak.

 

24. júlí 2022.     Stærra eintak.

 

Líðið var um ertuyglu sumarið 2016

Lítið var um ertuyglu sumarið 2016

+++