ARGO kerfið

 Latest Argo array

Útvarpsstöðin NPR (National Public Radio) hefur skýrt frá niðurstöðum 3110 mælibauja sem komið var fyrir árið 2003. Þetta eru eins konar robotar eða þjarkar sem mælt geta sjávarhita og seltu á mismunandi dýpi.  Sjá vefsíðu ARGO.

float_csectionÞessar mælibaujur eru um öll heimsins höf eins og myndin efst á síðunni sýnir, en hún sýnir hvar þær eru staddar  nú. (Myndin uppfærist sjálfkrafa daglega). Baujurnar ættu því að geta gefið nokkuð skýra mynd af sjávarhita. Þessar ríflega  3000 baujur eða mæliþjarkar geta mælt sjávarhita og seltu allt niður á 2000 metra dýpi. Baujurnar senda mæliniðurstöður og staðsetningu um gervihnetti til miðstöðvar þar sem unnið er úr mæligögnum. Sjá myndina neðst á síðunni.

Þessir þjarkar sem sífellt eru að hamast við að mæla sjávarhita á mismunandi dýpi hafa eitt framyfir hefðbundnar yfirborðsmælingar gerðar með hitamælum á stöðum sem ýmist eru í dreifbýli eða þéttbýli. Þeir eru væntanlega allir sömu gerðar og þéttbýlisáhrif (urban heat island) truflar ekki mælingu. Hafið þekur um 70% yfirborðs jarðar. Þar hafa að skiljanlegum ástæðum mælingar verið mjög stopular og dreifðar.

Hitastig sjávar ætti að gefa mjög skýra mynd af því sem er að gerast og ætti hnatthlýnun að koma vel fram.  Það hefur því komið vísindamönnum verulega á óvart að síðastliðin 5 ár hafa baujurnar ekki mælt neina hlýnun, heldur örlitla kónun. Sjálfsagt mæla þær hlýnun á sumum svæðum en kólnun á öðrum, en það er meðaltalið sem gildir. Eingöngu með miklum fjölda mælitækja er hægt að ffá nákvæma mynd af því sem er að gerast, en þannig er einmitt þetta kerfi.

Hægt er að lesa fréttina frá NPR hér  og jafnvel hlusta hér, sem er ekkert síðra. Í viðtalinu er rætt við Dr. Josh Willis hjá NASA Jet Propulsion Laboratory og Dr. Kevin Trenberth hjá National Center for Atmospheric Research, sem er þekktur fyrir að styðja kenninguna um hnatthlýnun af mannavöldum.

Dr. Josh Willis segir þessar mælingar mjög mikilvægar. Í raun þá fer 80% til 90% varmans við hnatthlýnun í að hita upp höfin. Hann hefur ekki skýringar á reiðum höndum og bendir á að þarna geti verið um að ræða eitthvað hik í hnatthlýnun.

Dr. Kevin Trenberth á greinilega í nokkrum vandræðum og minnist á að jörðin hafi nokkur mismunandi thermostöt, þar á meðal ský, og hluti hitans hljóti að fara til baka út í geiminn. Þarna er hann kominn ansi nálægt kenningu pófessors Richard Lindzén hjá MIT sem er á öndverðum meiði við flesrta varðandi hnatthlýnun og er höfundur kenningar um sjálfvirka reglun hitastigs jarðar með breytilegu skýjafari, eða svokölluðu Iris effect. Það skyldi þó ekki vera að menn séu byrjaðir að tala saman?

Það er eitthvað undarlegt að gerast. Einhver skýring hlýtur að vera á þessu, en hver skyldi hún vera?  “But what this does is highlight some of the issues and send people back to the drawing board” segir Trenberth.  Ef sjálfur Trenberth talar svona, þá hljóta menn að taka eftir því.

Nú vakna óneitanlega margar spurningar. Til dæmis:

1) Getur verið, eins og  Trenberth bendir á, að jörðin sé með náttúruleg thermostöt eða hitastilla sem bregðast svona við og vinni á móti hlýnun?

2) Eru áhrif hnatthlýnunar af völdum losunar manna á koltvísýringi minni en talið hefur verið, etv. vegna þessara “náttúrulegu hitastilla”?

3) Er það tilviljun að lofthiti hefur ekkert aukist á sama tíma?

4) Er það tilviljun að virkni sólar virðist nú fara hratt minnkandi.

5) Getur verið að hnatthlýnun undanfarinna áratuga sé að ganga til baka þar sem að mestu var um náttúrulega sveiflu að ræða?

6) Getur verið að þessi stöðvun hnatthlýnunar sé bara eitthvað óútskýranlegt hik? 

7) Hvers vegna er svona gríðarlegur munur síðastliðinn áratug á raunveruleikanum og spálíkönum sem notuð hafa verið til að spá fyrir um loftslagsbreytingar? 

Að lokum: Hér er aðeins um að ræða mælingar sem ná yfir fimm ár. Það er ekki langur tími og því mikilvægt að vera ekki of fljótur að draga ályktanir. En að þessar nákvæmu og viðamiklu mælingar skuli ekki sýna neina hlýnun kemur á óvart.  Losun manna á CO2 hefur aldrei verið jafn mikil, og er aukningin um 5,5% á tímabilinu. Það styður þessar mælingar að lofthiti hefur ekki hækkað í áratug, sama hvort litið er til mælinga sem gerðar eru frá gervihnöttum (UAH, RSS) eða á jörðu niðri (CRU).

smo_big

 

Leave a Reply