Skógrækt áhugamannsins…

Hvað ungur nemur gamall temur, segir máltækið. Skrifarinn var svo lánsamur að eiga þess kost að starfa við skógrækt í nokkur sumur á unglingsárunum. Á myndinni má sjá hann ásamt vinnufélögunum við Austmannabrekku í Haukadal um 1960 eða 1961, en hann er þar næst efst. Í baksýn er Laugafell sem er rétt við Geysi, sem sjá má…

Iðavellir í Haukadal – Landbætur…

Hittust æsir á Iðavelli, þeir er hörg og hof hátimbruðu; afla lögðu, auð smíðuðu, tangir skópu og tól gerðu.  … Hér eru nokkrar myndir sem sýna mun á gróðurfari landskika í Haukadal Bláskógabyggð síðan hafist var handa sumarið 2000 við landgræðslu. Fyrst eru myndir sem sýna hvernig landið var, en þar á eftir myndir sem…

Lifandi áburðarverksmiðja…

Þessi birkiplanta er umvafin smára. Smárinn er með rótarbakteríur sem vinna nitur eða köfnunarefni úr loftinu á sama hátt og lúpínan. Þess vegna er grasið í smárabreiðum yfirleitt grænna en annars staðar. Landið sem ég hef verið að planta þúsundum skógarplantna í á undanförnum hálfum öðrum áratug er nokkrir hektarar að stærð. Árangur er mjög…