(Gert að mestu daginn eftir að heim var komið eftir reisuna miklu um Skotland og Orkneyjar Þetta eru frumdrög og á væntanlega eftir að lagfæra klaufa- og kjánavillur. Kannski bæta einhverju við. Þetta er fyrst og fremst einhvers konar óformleg glósubók, sem ekki veitti af, því ferðin var svo yfirgripsmikil og upplýsingaflóðið svo gríðarlegt, að stundum rann allt saman í einn alsherjar hrærigraut).
Kortið efst á síðunni er fengið að láni á vef Vilborgar Davíðsdóttur.
Þessir minnispunktar eru fyrst og fremst ætlaðir fjölskyldu minni og vinum, og því á dálítið persónulegum nótum.Minnispunktar: Ferðalag um Skotland og Orkneyjar 2. – 10. september 2021
Fararstjórar: Vilborg Davíðsdóttir & Snorri Guðmundsson Aðstoðarfararstjóri: Inga Geirsdóttir Úr kynningu á ferðinni:
“Þríleikur Vilborgar Davíðsdóttur um landnámskonuna Auði djúpúðgu Ketilsdóttur, (Auður, Vígroði og Blóðug jörð), hefur notið fádæma vinsælda og hlotið einróma lof lesenda sem gagnrýnenda. Bækurnar segja frá uppvexti Auðar á Suðureyjum, stormasömu hjónabandi þeirra Dyflinnarkonungs, átökum norrænna manna á Bretlandseyjum og að endingu siglingunni frá Katanesi og yfir hafið til landnáms á Íslandi með viðkomu í Orkneyjum og Færeyjum”. “Í þessari sögu- rútu- og ferjuferð gefst einstakt tækifæri á að ferðast um söguslóðir bókanna á Skotlandi í fylgd Vilborgar auk þess sem við kynnum okkur stórbrotna sögu hálanda Skotlands og 5.000 ára sögu Orkneyja. Ekið verður um fegurstu svæði Skotlands og siglt til Mull, Iona og Orkneyja”. Samkvæmt Wikipedia: Auður djúpúðga Ketilsdóttir var landnámskona í Dölum og ættmóðir Laxdæla. Samkvæmt Eyrbyggju nam hún „öll Dalalönd í Breiðafirði, í milli Skraumuhlaupsár og Dögurðarár, og bjó í Hvammi“. Auður var dóttir Ketils flatnefs sem var hersir í Noregi en hann var sonur Bjarnar bunu Grímssonar. Móðir Auðar var Yngveldur, dóttir Ketils veðurs hersis af Raumaríki. Bræður hennar voru þeir Björn austræni og Helgi bjóla og systur hennar Þórunn hyrna og Jórunn mannvitsbrekka. Eiginmaður hennar hét Óleifur (Ólafur) hvíti, eða eins og segir í upphafi Eiríks sögu rauða:
|
|
Óleifur hét herkonungur er kallaður var Óleifur hvíti. Hann var son Ingjalds konungs Helgasonar, Ólafssonar, Guðröðarsonar, Hálfdanarsonar hvítbeins Upplendingakonungs. Óleifur herjaði í vesturvíking og vann Dyflinni á Írlandi og Dyflinnarskíri og gerðist konungur yfir. |
|
|
— Upphaf Eiríks sögu rauða
|
Svo vill til að langamma þess er þessar línur ritar var frá Hvammi í Dölum og er saga hennar einnig á margan hátt merkileg, þó á annan hátt sé en saga Auðar. Jóhanna Kristín Þorleifsdóttir hét hún og var dóttir Þorleifs Jónssonar prófasts í Hvammi. Jóhanna fæddist 1834 og lést 1896. Maður hennar var Hákon Bjarnason kaupmaður á Bíldudal. Hákon rak þar þróttmikla verslun og þilskipaútgerð. Þótti hann dugnaðar- og atorkumaður hinn mesti, Hákon féll frá á besta aldri, aðeins 49 ára. Vöruskip, sem hann kom með frá Kaupmannahöfn, strandaði á Mýrdalssandi í „páskaveðrinu mikla“ 1877 og fórst hann ásamt öllum þeim sem á skipinu voru. Ekkja Hákonar rak útgerðina og verslunina í nokkur ár eftir þetta. Hún stóð nú uppi sem 43 ára ekkja með 5 börn, en gaf þeim það sem hún taldi dýrmætast, það er góða menntun. Auður djúpúga gaf einnig vinum sínum dýrmætar gjarfir. Jóhanna og Auður tengjast báðar jörðinni Hvammi í Dölum. Börn Jóhönnu og Hákonar voru 12 talsins, en sjö dóu í æsku. Hin fimm urðu þjóðkunn og tóku upp ættarnafnið Bjarnason. Voru það dr. Ágúst H. Bjarnason, prófessor í heimspeki, Lárus H. Bjarnason hæstaréttardómari og alþm., Brynjólfur H. Bjarnason kaupmaður, Ingibjörg H. Bjarnason Kvennaskólastýra og alþingismaður og Þorleifur H. Bjarnason yfirkennari. Milli Auðar djúpúðgu og Jóhönnu Kristínar voru um 1000 ár. Báðar áttu þær heima á Hvammi í Dölum. Báðar voru dugnaðarforkar. Önnur tengsl voru ekki svo ég viti. . . . Jæja, Auður var ættmóðir Laxdæla, en Jóhanna ættmóðir MacBjarna klansins 🙂 Það var ekki bara langamma blekbóndans sem tengir hann við ferðalag Auðar, heldur átti hann sem starfsmaður Verkís smá þátt í smíði flöskuskeytis úttbúið með GPS og gervihnattasendi sem hent var úr þyrlu í sjóinn við Reykjanes árið 2016 og rak sem rótlaust þangið 15.000 kílómetra vegalengd uns það stöðvaðist ári síðar í fjörunni við bæjardyr Ketils flatnefs, föður Auðar, á eyjunni Tiree eða Tyrvíst. Áður haftði það tekið stefnuna á Grænland og siglt nærri byggð Eiríks Rauða, tók stefnuna á Vínland og síðan þráðbeint yfir hafið að eyju Ketils flatnefs. Þetta var þvert á allar spár og útreikninga sérfræðinga sem sögðu að flöskuskeytið ætti að stefna stystu leið frá Íslandi að Noregi, Voru guðir hafs og vinda að segja okkur eitthvað? Kannski, og kannski ekki. Árið 2019 var hátækni flöskuskeyti frá Verkís hent aftur í sjóinn. Nú frá varðskipi. Aðeins 207 dögum og 6.700 kílómetrum síðar rak það einnig á fjöruna í Tyrvíst (Tiree). Tilviljun? Það má stundum leyfa sér að dreyma… Auðvitað er saga Auðar hinnar djúpúðgu slitrótt í sögulegum heimildum. Úr því hefur Vilborg Davíðsdótttir bætt svo um munar og fyllt í eyðurnar á mjög sannfærandi hátt, svo sannfærandi að Auður verður sem fjölskylduvinur. Er leyfilegt að láta sig dreyma og skálda það sem á vantar? Haft er eftir meistara Einstein: “Imagination is more important than knowledge. Knowledge is limited. Imagination encircles the world.” Við köllum það skáldaleyfi. Ferðalagið um söguslóðir Auðar djúpúðgu var stórkostlegt. Það var einstaklega fróðlegt, náttúran einstök og margt sem minnti á Ísland. Kastalar og fornar minjar eru víða. Jafnvel frá steinöld. Fararstjórnin var frábær og hópurinn sem ein fjölskylda með sama markmið; að finna rætur okkar, en samkvæmt nýjustu erfðafræðirannsóknum hafa yfir 60% landnámskvenna verið frá þessum slóðum. Á ferðalaginu í rútubíl okkar var stundum erfitt að halda sér vakandi, enda víða farið. Augun áttu til að lokast meðan dottað var og skroppið í draumaheima. Væntnlega var þá farið augnablik í veröld Auðar. Þannig var ferðin eitt allsherjar tímaflakk. Ímyndun og raunveruleiki runnu saman í eitt. Fléttu launheima og raunheima. – Gerist ekki betra!
Til að sækja mynd í meiri upplausn: Hægrismella og velja “Open image in a new tab”. Litla Íslandskortið sem fellt er inn í myndina er frá 1662, eða um 800 árum eftir að Auður nam land. Hvaða hugmyndir ætli hún hafi haft um lögun landsins?Sjá vefsíðu ferðaþjónustunnar Skotganga.
http://www.skotganga.co.uk/

Fyrsti dagur: Ísland – Glasgow – Oban

Annar dagur: Oban – Iona – Oban

Þriðji dagur: Oban – Glen Coe – Glenfinnan – Fort William

Fjórði dagur: Fort William – Loch Ness/Urquhart – Bourghead – Tain

Fimmti dagur: Tain – Katanes – Tunga og Þórsá – Orkneyjar

Sjötti dagur: Orkneyjar – Brodgar steinahingur – Scara Brae steinaldarþorp
| Gististaðir: | West End Hotel, 14 Main Street, Kirkwall KW15 1BU Orkney Hotel, 40-41 Victoria Street, Kirkwall KW15 1DN |

Sjöundi dagur: Kirkwall – Stromness – ferjusigling – Wick – Inverness

Áttundi dagur: Inverness – Pitlochry – Stirling

Níundi dagur: Stirling – Glasgow – Ísland
Ýmislegt í belg og biðu…

62% landnámskvenna ráku ættir sínar frá Bretlandseyjum, en einungis 37% til Noregs.
Vilborg Davíðsdóttir/Vísindavefurinn: Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni?
Orkneyinga saga (Wikipedia)
27 Amazing Things to Do in Orkney + Know Before You Go
Úr gömlu bloggi. Fjallað um flöskuskeytið sem lenti á Tiree, eyju Ketils flanefs. (Margar krækjur hafa rofnað): Ævar vísindamaður og flöskuskeytið frábæra með gervihnattatengingu…
Flöskuskeytin tvö hafa nú ferðast yfir 10.000 kílómetra…
Flöskuskeytið víðförla. Myndband sem tekið var þegar skeytið fannst…
Uppfært 18:00 >>> Iceland-1 flöskuskeytið er komið í fjöruna á eyjunni Tiree…
Skotganga
Vilborg Davíðsdóttir
Auðarferð-1 2021 á Facebook
.
.
Skara Brae: Orkney’s Neolithic Heart https://www.youtube.com/watch?v=GgWJSbdb4kI
The Entire History of Orkney // Vikings Prehistory Documentary https://youtu.be/sL86dy5Z–M
.
.

Ferðalag fyrsta flöskuskeytisins (rauður ferill) frá Reykjanesi að eyjunni Tiree þar sem Ketill flatnefur, faðir Auðar, bjó. Ferðin tók um 1 ár og um 15.000 kílómetra. Flaskan sendi staðsetningarskeyti um gervihnött með 10 metra nákvmæmni á 6 klst fresti.
Rhoda Meek sem býr á Tiree gerði myndband af flöskuskeytinu þar sem það lá í fjörunni:
Myndasafn Myndir teknar í ferðalaginu með Samsung S10 síma.
Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að komast í vefalbúmið, eða notið gluggan að vefalbúminu hér fyrir neðan. Notið síðan stjórnborið sem birtist efst til að velja yfirlits-smámyndir (thumbnails) eða ferðast milli mynda. Þar er fljótlegt og þægilegt að fletta milli mynda, handvirkt eða sjálfvirkt.
Skotland-2021 (agust.net)
UPPFÆRT 7. nóvember 2022:
Þorvaldur Friðriksson segir okkur frá keltneskum uppruna Íslendinga og hvað hann merkir fyrir okkur, en líka frá Jóni Indíafara, gullskipinu, skrímslum og öðrum undrum.
https://www.youtube.com/watch?v=yet6isiXGl4

Jens Guð: Afhverju er Auður kölluð djúpúðg? https://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1306738/ Svar í kommentum: Auður djúpúðga var keltnesk höfðingjakona. Því er eðlilegast að leita merkingar í gelísku. Djúpúðga gæti mjög sennilega verið Deu Butka (djúbudga) sem þýðir guðs vinur; enda eldheit trúkona hún Auður. – Freyr Eyjólfsson