Sala á Landsvirkjun og sæstrengur til Englands í skoðun – Guð blessi Ísland…

 P R U F U S Í Ð A

Springur blaðran?

Ráðherra vill skoða sölu á Landsvirkjun. Fyrir andvirðið á að reisa spítala. Fyrirsjáanlegt er að eftir áratug, þegar búið verður að greiða niður skuldir af nýjum virkjunum, mun Landsvirkjun mala eigendum sínum gull.   Nýir eigendur munu græða á tá og fingri.   Gott fyrir þá, en ekki mig.

Ráðherra vill einnig skoða lagningu sæstrengs til Englands. Annar ráðherra, Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands, er á fullu að fjármagna verkefnið.   Hefur bara sísona tekið að sér að stjórna málum á Íslandi.    Hver mun græða?   Varla ég.

Fyrir nokkrum árum  var Landsíminn seldur ásamt öllu dreifikerfinu. Andvirðið átti að renna til nýs Landspítala og Sundabrúar.  Símapeningarnir  reyndust bara loft.  Kannski var hugmyndin að spítalinn yrði uppblásinn eins og íþróttahúsið í Hveragerði og Sundabrúin loftbrú? Ég tapaði heilum spítala og heilli brú yfir hafið.  

Fyrir nokkrum árum voru bankar ríkisins seldir nýjum eigendum. Annar eigandinn fékk lánaða peninga fyrir sínum banka í hinum bankanum, og öfugt. Þeir áttu nefnilega ekki krónu. Allt reyndist þetta loft og blaðran sprakk með miklum látum.  Ég tapaði miklu af ævisparnaðinum og lífeyrissjóðurinn skerti eftirlaun mín um tæpan  helming.   Guð blessaði víst Ísland, en það dugði ekki til.

Leave a Reply