Forbush Decrease – staðfesting á kenningu Henriks Svensmark…?

solen_nyhed_dokumentarforbush

(Uppfært júlí 2019)

Fyrirbæri sem kallað erForbush Descrease  er skyndileg minnkun geimgeisla eftir öflugar kórónuskvettur frá sólinni. Þetta eru skammtímaáhrif sem ekki hafa nein marktæk áhrif á breytingar á hitastigi lofthjúpsins, en samt sem áður má líta á “Forbush Decrease” áhrifin sem kærkomið prufumerki sem gerir kleyft að rannsaka áhrif geimgeisla á skýin, og vætanlega þar með áhrif á hlýnun eða kólnun jarðar.

Í september 2016 birtist grein í virtu vísindariti Journal of Geophysical Research – Space Physics eftir vísindamennina feðgana Jacob og Henrik Svanskmark, Martin Enghoff og Nir Shaviv. Þessi grein vakti töluverða athygli. Greinin nefnist The response of clouds and aerosols to cosmic ray decreases. Myndin er úr greininni.

Segulsvið í kórónuskvettunni sveigir geimgeisla og hefur þau áhrif að hluti þeirra fer fram hjá jörðinni. Styrkur þeirra  á jörðu niðri minnkar.

Félagarnir rannsökuðu 26 öflugustu  Forbush Descrease fyrirbærin á tímabilinu 1987 til 2007 og báru saman við gervihnattamyndir af skýjafari.  Niðurstaða þeirra var að öflug Forbush Descrease hafa þau áhrif að skýjafar minnkar um því sem næst 2% sem jafngildir um milljarði tonna af vatni.

Þetta er stórmerkilegt ef rétt reynist. Kenning Henriks Svensmark um samband milli virkni sólar og skýjafars hefur verið umdeild, en þessi rannsókn rennir stoðum undir hana. Reynist kenning Svensmark rétt, þá getur hún útskýrt stóran hluta af breytingum í hitastigi lofthjúpsins.


“Mikil virkni sólar -> mikill sólvindur -> minni geimgeislar -> minna um ský ->

minna endurkast -> hærra hitastig”

 

 

Sjá frétt á vefsíðu DTU-Danmarks Tekniske Universitet
DTU-Space – Institut for Rumforskning og -teknologi:

Solar activity has a direct impact on Earth’s cloud cover
http://www.space.dtu.dk/english/news/2016/08/solar_variations_svensmark_2016?id=b759b038-66d3-4328-bbdc-0b0a82371446

 

Sjá ítarlega umfjöllun á Phys.org um rannsóknina:
http://phys.org/news/2016-08-solar-impact-earth-cloud.html

 

Sjá bloggpistil frá árinu 2007 þar sem kenning Svensmark er útskýrð:
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/128319/

 

New study connect exploding stars, clouds and Earth climate
20. des. 2017

New research from DTU Space provides better understanding of how cosmic rays can influence Earth´s cloud cover and climate.

A DTU lead team of scientists have found a missing link between exploding stars, clouds and the Earth’s climate. The findings have just been published in the journal Nature Communications. The scientists call the new discoveries ‘a breakthrough’ in the understanding of how cosmic rays from supernovae can influence Earth´s cloud cover and thereby climate on Earth…

Meira hér…